Nikita

Nikótínpúðar

Tóbakslaust SNUS eða nikótínpúðar hafa verið á markaði í Evrópu frá árinu 2017. Púðarnir eru ný tegund af nikótínvöru sem hafa hjálpað mörgum að draga úr tóbaksneyslu. Púðarnir innihalda nikótín, fyllefni og bragðefni og eru án tóbaks.

Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem að vilja draga úr eða hætta tóbaksneyslu. Púðarnir fást í mismunandi styrk og henta því þeim sem hafa ekki fundið lausn við tóbaksneyslu í nikótíntyggjói, töflum eða spreyji.

Sænskir snus framleiðendur framleiða nikótínpúða undir lögum og reglugerð frá sænska matvælaeftirlitinu og lúta ströngu eftirliti. Það sem sett er í snus og nikótínpoka er því í samræmi við matvöruframleiðslu.

Notkun á snus í Svíþjóð á sér langa sögu og því er mikil uppsöfnuð reynsla þegar kemur að framleiðslu, eftirliti og rannsóknum.